29. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 28. febrúar 2012 kl. 09:05


Mættir:

Björgvin G. Sigurðsson (BjörgvS) formaður, kl. 09:05
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 09:05
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 09:05
Siv Friðleifsdóttir (SF), kl. 09:05
Skúli Helgason (SkH), kl. 09:05
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:05
Þráinn Bertelsson (ÞrB), kl. 09:05
Þuríður Backman (ÞBack), kl. 09:05

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 09:05
Fundargerðir 26., 27. og 28. fundar voru staðfestar.

2) Rauði kross Íslands. Kl. 09:05
Nefndin fékk fulltrúa RKÍ á sinn fund til að fjalla um mögulega lagasetningu um samtökin. Á fundinn komu: Atli Viðar Thorstensen, Kristján Sturluson og Þórir Guðmundsson frá RKÍ.

3) 467. mál - myndlistarlög Kl. 09:40
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Hrafnhildi Sigurðardóttur frá Sambandi íslenskra myndlistarmanna.

4) 468. mál - háskólar Kl. 10:15
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Jón Atla Benediktsson og Þórð Kristinsson frá Háskóla Íslands og Ara Kristinn Jónsson frá Háskólanum í Reykjavík.

5) 135. mál - íslenskur ríkisborgararéttur Kl. 11:00
BSG dreifði gögnum sem borist hafa frá innanríkisráðuneyti.

6) Önnur mál. Kl. 11:05
SF kom á framfæri ósk þingflokks Framsóknarflokksins um að fulltrúar lögreglunnar kæmu á fund nefndarinnar til að veita upplýsingar um rannsókn á mótmælum við Alþingishúsið í byrjun árs 2009.

Fundi slitið kl. 11:10