6. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 15. október 2012 kl. 15:15


Mættir:

Björgvin G. Sigurðsson (BjörgvS) formaður, kl. 15:15
Arnbjörg Sveinsdóttir (ArnbS) fyrir TÞH, kl. 15:26
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (GLG), kl. 15:15
Siv Friðleifsdóttir (SF), kl. 15:15
Skúli Helgason (SkH), kl. 15:15
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 15:15
Þráinn Bertelsson (ÞrB), kl. 15:15

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerðir. Kl. 15:15
Farið var yfir fundargerð síðasta fundar og hún samþykkt til birtingar á vef nefndarinnar.

2) Ákvörðun um að halda gestafund, sbr. 2. mgr. 19. gr. laga nr. 55/1991. Kl. 15:18
Formaður bar upp þá tillögu að halda gestafund um næsta dagskrárlið, sbr. 2. mgr. 19. gr. laga nr. 55/1991. Það var samþykkt.

3) Meðferð kynferðisafbrotamála. Kl. 15:20 - Opið fréttamönnum
Á fund nefndarinnar komu Halla Gunnarsdóttir og Ragnhildur Hjaltadóttir frá Innanríkisráðuneytinu, Hulda Elsa Björgvinsdóttir og Kolbrún Benediktsdóttir frá Ríkissaksóknara, Símon Sigvaldason frá Dómstólaráði, Björgvin Björgvinsson frá kynferðisafbrotadeild lögreglunnar, Guðrún Sesselja Arnardóttir frá Lögmannafélagi Íslands og Jón H.B. Snorrason frá Ákærendafélaginu. Fóru þau yfir meðferð og stöðu kynferðisafbrotamála hér á landi og svöruðu spurningum nefndarinnar.

4) Tilskipun ESB nr. 2011-77. Kl. 17:28
Nefndin var einhuga sammála því að ekki væri séð að sérstök þörf væri á efnislegri aðlögun vegna íslenskra hagsmuna vegna tilskipunar ESB nr. 2011/77 um verndartíma höfundaréttinda og tiltekinna skyldra réttinda. Nefndin gerir á þessu stigi ekki athugasemdir við málið.

5) 194. mál - Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu Kl. 17:31
Borin var upp sú tillaga að SkH yrði framsögumaður málsins. Það var samþykkt.

6) 158. mál - varðveisla íslenskrar menningararfleifðar á stafrænu formi Kl. 17:32
Borin var upp sú tillaga að BjörgvS yrði framsögumaður málsins. Það var samþykkt.

7) 183. mál - vopn, sprengiefni og skoteldar Kl. 17:33
Borin var upp sú tillaga að BJ yrði framsögumaður málsins. Það var samþykkt.

8) 29. mál - forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu Kl. 17:34
Borin var upp sú tillaga að ÞKG yrði framsögumaður málsins. Það var samþykkt.

9) 198. mál - opinber stuðningur við vísindarannsóknir Kl. 17:35
Borin var upp sú tillaga að ÞKG yrði framsögumaður málsins. Það var samþykkt.

10) Önnur mál. Kl. 17:36
Fleira var ekki rætt.
BjörgvS vék af fundi kl. 17:15.
BJ var fjarverandi vegna persónulegra aðstæðna.
SER var fjarverandi.

Fundi slitið kl. 17:36