27. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 13. desember 2012 kl. 09:30


Mættir:

Björgvin G. Sigurðsson (BjörgvS) formaður, kl. 09:30
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 09:30
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (GLG), kl. 09:30
Sigmundur Ernir Rúnarsson (SER), kl. 09:30
Siv Friðleifsdóttir (SF), kl. 09:30
Skúli Helgason (SkH), kl. 09:30

ÞrB, ÞKG og TÞH voru fjarverandi.

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerðir. Kl. 09:30
Farið var yfir fundargerðir síðustu þriggja funda og þær samþykktar til birtingar á vef nefndarinnar.

2) 479. mál - vegabréf Kl. 09:35
Nefndin afgreiddi álit sitt.
Að álitinu standa: BjörgvS, SkH, GLG, SER, SF og BJ.

3) Skýrsla Ríkislögreglustjóra. Kl. 09:40
Á fund nefndarinnar komu Þórunn Hafstein frá innanríkisráðuneytinu og Jón F. Bjartmarz frá Ríkislögreglustjóra. Fóru þau yfir greinargerð og tillögur Ríkislögreglustjóra til innanríkisráðherra um niðurstöður norsku 22. júlí nefndarinnar vegna sprengjuárásarinnar í Ósló og fjöldamorðanna í Útey.

4) 194. mál - Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu Kl. 10:10
Á fund nefndarinnar kom Páll Magnússon útvarpsstjóri. Fór hann yfir frumvarpið og svaraði spurningum nefndarmanna.

5) Önnur mál. Kl. 10:41
Fleira var ekki rætt.

Fundi slitið kl. 10:41