33. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 17. janúar 2013 kl. 09:07


Mættir:

Björgvin G. Sigurðsson (BjörgvS) formaður, kl. 09:07
Auður Lilja Erlingsdóttir (ALE) fyrir ÞrB, kl. 09:54
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 09:09
Magnús Orri Schram (MSch) fyrir SER, kl. 09:54
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn), kl. 09:07
Pétur H. Blöndal (PHB) fyrir TÞH, kl. 09:07
Siv Friðleifsdóttir (SF), kl. 09:07
Skúli Helgason (SkH), kl. 09:07
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:11

MSch og ALE véku af fundi kl. 09:58.
BJ vék af fundi kl. 10:18.
ÓGunn vék af fundi kl. 10:20.


Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) 477. mál - happdrætti Kl. 09:07
Borin var upp tillaga að ÓGUNN yrði framsögumaður málsins. Það var samþykkt.

2) 478. mál - almenn hegningarlög Kl. 09:09
Borin var upp tillaga um að SkH yrði framsögumaður málsins. Það var samþykkt.

3) 415. mál - stjórnarskipunarlög Kl. 09:11
Meiri hluti nefndarinnar afgreiddi umsögn sína til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á frumvarpi til stjórnarskipunarlaga um stjórnarskrá lýðveldisins Íslands.
Að áliti meiri hlutans standa: BjörgvS, SkH, ÓGUNN, ALE, MSch og BJ.
Bókun PHB: Vill mótmæla harðlega málsmeðferð á umsögninni. Engin tími gefin fyrir málefnalega umræðu né lestur á umsögn.

4) Önnur mál. Kl. 10:30
Fleira var ekki rætt.

Fundi slitið kl. 10:30