36. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 31. janúar 2013 kl. 08:55


Mættir:

Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 08:55
Margrét Pétursdóttir (MPét) fyrir ÓGunn, kl. 08:55
Sigmundur Ernir Rúnarsson (SER), kl. 10:23
Siv Friðleifsdóttir (SF), kl. 08:55
Skúli Helgason (SkH), kl. 08:55

BjörgvS, ÞKG og TÞH voru fjarverandi.
ÞrB var fjarverandi vegna persónulegra aðstæðna.

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) 194. mál - Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu Kl. 08:55
Á fund nefndarinnar kom Finnur Beck lögmaður. Fór hann yfir frumvarpið og svaraði spurningum nefndarmanna.

2) 477. mál - happdrætti Kl. 09:17
Á fund nefndarinnar komu Hermann Sæmundsson, Fanney Óskarsdóttir og Kristófer Már Kristinsson frá innanríkisráðuneytinu. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 196. mál - menningarstefna Kl. 10:07
Á fund nefndarinnar komu Eiríkur Guðmundsson frá Þjóðskjalasafni Íslands, Gunnar Gunnsteinsson frá bandalagi sjálfstæðra leikhúsa og Margrét Steinarsdóttir frá Mannréttindaskrifstofu Íslands. Fóru þau yfir þingsályktunina og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 541. mál - útlendingar Kl. 10:29
Borin var upp tillaga að SkH yrði framsögumaður málsins. Það var samþykkt.

5) 453. mál - miðlun upplýsinga og vernd uppljóstrara Kl. 10:29
Borin var upp sú tillaga að BJ yrði framsögumaður málsins. Það var samþykkt.

6) Önnur mál. Kl. 10:29
Fleira var ekki rætt.

Fundi slitið kl. 10:29