39. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 18. febrúar 2013 kl. 15:16


Mættir:

Björgvin G. Sigurðsson (BjörgvS) formaður, kl. 15:16
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 15:16
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn), kl. 15:21
Sigmundur Ernir Rúnarsson (SER), kl. 15:16
Siv Friðleifsdóttir (SF), kl. 15:25
Skúli Helgason (SkH), kl. 15:25
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 15:16
Þráinn Bertelsson (ÞrB), kl. 15:16

TÞH var fjarverandi.

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerðir. Kl. 15:16
Farið var yfir fundargerðir síðustu tveggja funda og þær samþykktar til birtingar á vef nefndarinnar.

2) 134. mál - áfengislög Kl. 15:18
Á fund nefndarinnar komu Bryndís Helgadóttir frá innanríkisráðuneytinu, Tyggvi Axelsson frá Neytendastofu og Margrét Magnúsdóttir og Þorgeir Ólafsson frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 196. mál - menningarstefna Kl. 15:50
Nefndin afgreiddi frumvarpið.
Að álitinu standa: BjörgvS, SkH, ÓÞG, SER, ÞrB, SF, BJ og ÞKG með fyrirvara.

4) 477. mál - happdrætti Kl. 16:02
Á fund nefndarinnar komu Magnús Snæbjörnsson og Gunnar Þorgeirsson frá Íslandsspilum, Jón Svanberg Hjartarson og Hörður Már Harðarson frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg, Kristján Sturluson og Anna Stefánsdóttir frá Rauða krossinum, Sigurður Ágúst Sigurðsson frá Happadrætti DAS, Guðmundur Löve frá Happadrætti SÍBS og Júlíus Þórðarson og Eyvindur Gunnarsson frá Happadrætti Háskóla Íslands. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 194. mál - Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu Kl. 17:34
Á fund nefndarinnar komu Finnur Beck lögfræðingur og Páll Magnússon útvarpsstjóri. Fóru þeir yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Nefndin afgreiddi álit sitt.
Að áliti nefndarinnar stóðu: BjörgvS, SkH, ÞrB,ÓÞG, BJ og SF með fyrirvara. SER var á álitinu í samræmi við 4. mgr. 18. gr. bráðabirgðareglna fastanefnda Alþingis.

6) Önnur mál. Kl. 18:27
Fleira var ekki rætt.
SER vék af fundi kl. 16.35 vegna annarra þingstarfa.
ÞKG vék af fundi kl. 17.06 vegna annarra þingstarfa.

Fundi slitið kl. 18:27