47. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 4. mars 2013 kl. 15:15


Mættir:

Björgvin G. Sigurðsson (BjörgvS) formaður, kl. 15:15
Ásbjörn Óttarsson (ÁsbÓ), kl. 15:50
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 15:15
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ) fyrir TÞH, kl. 15:23
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn), kl. 15:15
Siv Friðleifsdóttir (SF), kl. 15:15
Skúli Helgason (SkH), kl. 15:15
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 15:15
Þráinn Bertelsson (ÞrB), kl. 15:15

SER var fjarverandi.

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerðir. Kl. 15:15
Farið var yfir fundargerðir síðustu funda og þær samþykktar til birtingar á vef nefndarinnar.

2) Tjáningar og upplýsingafrelsi – upplýsingafundur. Kl. 15:17
Á fund nefndarinnar komu Margrét Magnúsdóttir frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu og Smári McCarty framkvæmdastjóri IMMI. Fóru þau yfir stöðu mála hjá stýrihóp um framkvæmd þingsályktunar um afgerandi lagalega sérstöðu Íslands varðandi tjáningar- og upplýsingafrelsi og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 194. mál - Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu Kl. 16:02
Nefndin afgreiddi álit við 3. umræðu.
Að álitinu standa: BjörgvS, SkH, ÞrB, ÓGunn, SF og BJ.

4) 567. mál - 100 ára afmæli kosningarréttar íslenskra kvenna 19. júní 2015 Kl. 16:15
Nefndin afgreiddi álit sitt.
Að álitinu standa; BjörgvS, SkH, ÞrB, ÓGunn, SF, GÞÞ, BJ með fyrirvara. ÞKG var með á áliti með fyrirvara, skv. 4.mgr. 18. gr. reglna fyrir fastanefndir Alþingis.

5) 471. mál - endurbætur björgunarskipa Kl. 16:20
Nefndin afgreiddi álit sitt.
Að álitinu standa; BjörgvS, SkH, ÞrB, ÓGunn, SF, GÞÞ, BJ, GÞÞ. ÞKG var með á áliti skv. 4.mgr. 18. gr. reglna fyrir fastanefndir Alþingis.

6) Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES- nefndarinnar nr. 210/2012 um breytingu á II. viðauka (Tæknilegar reglugerðir, staðlar, prófanir og vottun) við EES- samningin. Kl. 16:25
Nefndin afgreiddi umsögn sína til utanríkismálanefndar.
Að umsögninni stóðu; BjörgvS, SkH, ÞrB, ÓGunn og SF.

7) 490. mál - fjölmiðlar Kl. 16:30
Á fund nefndarinnar komu Haraldur Birgisson frá Viðskiptaráði og Margrét Magnúsdóttir og Þorgeir Ólafsson frá mennta- og menningarmálaráðuneyti. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

8) 319. mál - opinberir háskólar Kl. 17:10
Á fund nefndarinnar komu Hellen Gunnarsdóttir og Margrét Magnúsdóttir frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, Þórður Kristinsson frá Háskóla Íslans- menntavísindasviði og Elías Blöndal og Haraldur Benediktson frá Bændasamtökunum. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

9) Önnur mál. Kl. 17:53
Fleira var ekki rætt.
ÞKG vék af fundi kl. 15:45
GÞÞ vék af fundi kl. 16:20
SkH vék af fundi kl. 17:28

Fundi slitið kl. 17:53