1. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 142. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8–10, fimmtudaginn 13. júní 2013 kl. 09:05


Mættir:

Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) formaður, kl. 09:05
Páll Valur Björnsson (PVB) 1. varaformaður, kl. 09:05
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 09:05
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 09:05
Guðbjartur Hannesson (GuðbH), kl. 09:05
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:05
Jóhanna María Sigmundsdóttir (JMS), kl. 09:30
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 09:05
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:05

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Kynning á starfi nefndarinnar. Kl. 09:05
Farið var yfir hlutverk og störf nefndarinnar.

2) 2. mál - meðferð einkamála Kl. 09:35
Á fund nefndarinnar kom Bryndís Helgadóttir frá innanríkisráðuneytinu. Fór hún yfir frumvarpið og svaraði spurningum nefndarinnar.
Borin var upp sú tillaga að UBK yrði framsögumaður frumvarpsins. Það var samþykkt og frumvarpið sent til umsagnar með fresti til 18. júní nk.

3) Önnur mál allsherjar- og menntamálanefndar á 142. þingi Kl. 10:10
Fleira var ekki rætt.

Fundi slitið kl. 10:30