4. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 142. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8–10, miðvikudaginn 19. júní 2013 kl. 15:35


Mættir:

Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) formaður, kl. 15:35
Páll Valur Björnsson (PVB) 1. varaformaður, kl. 15:35
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 15:35
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 15:35
Guðbjartur Hannesson (GuðbH), kl. 15:44
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 15:35
Jóhanna María Sigmundsdóttir (JMS), kl. 15:35
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 15:35
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 15:35

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) 14. mál - Hagstofa Íslands Kl. 15:35
Á fund nefndarinnar komu Páll Þórhallsson frá forsætisráðuneytinu og Ólafur Hjálmarsson, Björgvin Sigurðsson, Hrafnhildur Arnkelsdóttir og Rósmundur Guðnason frá Hagstofu Íslands. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Borin var upp sú tillaga að LínS yrði skipuð framsögumaður málsins. Það var samþykkt. Umsagnarfrestur ákveðin til kl. 12:00 24. júní.

2) 9. mál - aðgerðir vegna skuldavanda heimila á Íslandi Kl. 16:00
Nefndin hélt áfram málsmeðferð sinni.

3) 11. mál - Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu Kl. 16:30
Á fund nefndarinnar komu Björg Eva Erlendsdóttir og Magnús Geir Þórðarsson frá Stjórn Ríkisútvarpsins, Björn Malmquist frá Starfsmannafélagi Ríkisútvarpsins og Stefán B. Sigurðsson frá Samstarfsnefnd háskólastigins var á símafundi. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 2. mál - meðferð einkamála Kl. 18:00
Nefndin hélt áfram málsmeðferð sinni.

5) Önnur mál Kl. 18:40
Fleira var ekki rætt.

Fundi slitið kl. 19:10