8. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 5. nóvember 2013 kl. 09:15


Mættir:

Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) formaður, kl. 09:15
Páll Valur Björnsson (PVB) 1. varaformaður, kl. 09:15
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 09:15
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 09:25
Guðbjartur Hannesson (GuðbH), kl. 09:15
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:19
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 09:15
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:15

JMS var fjarverandi.

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerðir Kl. 09:15
Formaður kynnti fundargerð 7. fundar og var hún samþykkt.

2) 91. mál - skaðsemisábyrgð Kl. 09:20
Á fund nefndarinnar kom Magnús M. Norðdahl frá ASÍ. Fór hann yfir frumvarpið og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 92. mál - skiptileigusamningar fyrir afnot af húsnæði í orlofi eða frístundum o.fl. Kl. 09:40
Nefndin samþykkti álit sitt.
Að áliti nefndarinnar standa UBK, PVB, LínS, ELA, GuðbH, HHG, SSv og VilÁ.

4) Heimsókn nefndarinnar í Þjóðskjalasafn Íslands Kl. 09:45
Dagskrárlið frestað.

5) Önnur mál Kl. 09:45
Borin var upp sú tillaga að PVG yrði framsögumaður á máli 12, miðlun upplýsinga og vernd uppljóstrara (heildarlög). Það var samþykkt.
Fleira var ekki rætt.

Fundi slitið kl. 09:50