20. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 3. desember 2013 kl. 09:02


Mættir:

Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) formaður, kl. 09:02
Páll Valur Björnsson (PVB) 1. varaformaður, kl. 09:02
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 09:02
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 09:18
Guðbjartur Hannesson (GuðbH), kl. 09:02
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:07
Jóhanna María Sigmundsdóttir (JMS), kl. 09:14
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 09:02

VilÁ var fjarverandi.
ELA vék af fundi kl. 10:50

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerðir Kl. 09:02
Dagskrárlið frestað.

2) 201. mál - dómstólar Kl. 09:04
Nefndin afgreiddi álit sitt.
Að álitinu standa: UBK, PVB, LínS, GuðH og SSV.

3) 109. mál - almenn hegningarlög Kl. 09:07
Nefndin hélt áfram málsmeðferð sinni.

4) 29. mál - skipun nefndar um málefni hinsegin fólks Kl. 09:30
Á fund nefndarinnar komu Guðrún B. Ólafsdóttir frá Q - Félagi hinseigin stúdenta, Anna Pála Sverrisdóttir, Guðrún Arna Kristjánsdóttir og Sigurður J. Guðmundsson frá Samtökunum 78. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 161. mál - flutningur verkefna frá innanríkisráðuneytinu til sýslumannsembætta Kl. 10:00
Nefndin hélt áfram málsmeðferð sinni.

6) 91. mál - skaðsemisábyrgð Kl. 10:15
Á fund nefndarinnar komu Almar Guðmundsson og Páll Rúnar M. Kristjánsson frá Félagi atvinnurekanda og Björn Freyr Björnsson frá innanríkisráðuneytinu. Fóru þeir yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

7) 197. mál - seinkun klukkunnar og bjartari morgnar Kl. 10:50
Borin var upp sú tillaga að PVB yrði framsögumaður málsins. Það var samþykkt.

8) 182. mál - hert viðurlög við ölvunar- og vímuefnaakstri Kl. 10:52
Borin var upp sú tillaga að ELA yrði framsögumaður málsins. Það var samþykkt.

9) Staða mála. Kl. 10:54
Nefndin fór yfir stöðu mála í nefndinni og ræddi áframhaldandi málsmeðferð.

10) Önnur mál Kl. 11:05
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:05