26. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 12. desember 2013 kl. 13:47


Mættir:

Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) formaður, kl. 13:47
Páll Valur Björnsson (PVB) 1. varaformaður, kl. 13:47
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 13:47
Guðbjartur Hannesson (GuðbH), kl. 13:47
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) fyrir HHG, kl. 13:47
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG) fyrir ELA, kl. 13:47
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 13:47
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 13:47

Jóhanna María Sigmundsdóttir var fjarverandi.

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) 232. mál - nauðungarsala Kl. 13:47
Á fund nefndarinnar komu Gunnhildur Gunnarsdóttir frá Íbúðalánasjóði, Þórey S. Þórðardóttir frá landssamtökum lífeyrissjóða, Benedikt Bogason frá réttarfarsnefnd, Gunnlaugur Júlíusson og Tryggvi Þórhallsson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Yngva Örn Kristinsson og Karl Óttar Pétursson frá Samtökum fjármálafyrirtækja. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) Önnur mál Kl. 14:46
SSv, GuðbH, PVB og HHG lögðu fram eftirfarandi bókun:
„Við, fulltrúar minnihlutans í allsherjar- og menntamálanefnd óskum eftir að mennta- og menningarmálaráðherra verði kallaður á fund nefndarinnar hið fyrsta. Tilefnið er breytingartillaga meirihluta fjárlaganefndar við fjáraukalagafrumvarp þar sem nýr fjárlagaliður er kynntur til sögunnar með það að markmiði meðal annars að fjármagna styttingu námstíma til stúdentsprófs. Breytingartillaga við fjáraukalagafrumvarp er ekki stefnuskjal í menntamálum og því brýnt að fagnefndin fái ráðrúm til að fjalla um málið á faglegum grunni og rétt að ráðherra geri gein fyrir forsendum stefnunnar.“

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 14:52