29. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 16. desember 2013 kl. 09:02


Mættir:

Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) formaður, kl. 09:02
Páll Valur Björnsson (PVB) 1. varaformaður, kl. 09:02
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 09:02
Guðbjartur Hannesson (GuðbH), kl. 09:02
Jóhanna María Sigmundsdóttir (JMS), kl. 09:02
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) fyrir HHG, kl. 09:02
Sigurður Páll Jónsson (SPJ) fyrir LínS, kl. 09:02
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 09:02
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:02

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) 233. mál - fjárhagsaðstoð vegna gjaldþrotaskipta Kl. 09:02
Á fund nefndarinnar komu Ásta Sigrún Helgadóttir og Ólöf Marín Úlfarsdóttir frá Umboðsmanni skuldara, Jóna Björk Guðnadóttir frá Samtökum fjármálafyrirtækja, Þórey S. Þórðardóttir frá landssamtökum lífeyrissjóða, Gunnhildur Gunnarsdóttir og Anna Guðmunda Ingvarsdóttir frá Íbúðalánasjóði. Fóru þær yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) 232. mál - nauðungarsala Kl. 10:10
Nefndin hélt áfram málsmeðferð sinni.

3) Önnur mál Kl. 10:20
SSv, GuðbH, PVB og HHG lögðu fram eftirfarandi bókun:
„Fulltrúar minnihlutans eru ósammála þeirri niðurstöðu formanns að stefnumörkun í menntamálum meðan fjáraukalög eru til umfjöllunar hjá Alþingi geti ekki verið á dagskrá nefndarinnar. Við það verður ekki unað að fagsvið nefndarinnar sé lamað með þessum hætti. Um var að ræða ósk um að ráðherra gerði nefndinni grein fyrir því hvernig hann sér fyrir sér ráðstöfun tiltekins fjár í fjáraukalögum sem ráðgert er að ráðstafa á árinu 2014 á grundvelli óljósrar og óræddrar stefnumörkunar. Það hlýtur að vera rétt að nefndin fjalli um mál af þessum toga enda ekki verkefni fjárlaganefndar að skoða faglegar forsendur einstakra ákvarðana.“

UBK lagði fram eftirfarandi bókun:
„Samkvæmt 5. tölulið 13. gr. laga um þingsköp Alþingis nr. 55/1991, fjallar Fjárlaganefnd um fjármál ríkisins, fjárveitingar, eignir ríkisins, lánsheimildir og ríkisábyrgðir og lífeyrisskuldbindingar ríkissjóðs. Enn fremur annast nefndin eftirlit með framkvæmd fjárlaga. Af þessu má sjá að beiðni minni hlutans lýtur að málum sem ekki eru á málefnasviði allsherjar-og menntamálanefndar. Formaður fellst hins vegar á að kalla forsætisráðuneytið og mennta - og menningarmálaráðuneytið til upplýsingafundar til þess að fjalla um verkefni ársins 2014.“

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:25