47. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 20. febrúar 2014 kl. 08:36


Mættir:

Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) formaður, kl. 08:36
Páll Valur Björnsson (PVB) 1. varaformaður, kl. 08:36
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 09:36
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 08:36
Guðbjartur Hannesson (GuðbH), kl. 08:36
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 08:36
Jóhanna María Sigmundsdóttir (JMS), kl. 08:36
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 08:36
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 08:36

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:36
Formaður kynnti fundargerð 46 og var hún samþykkt.

2) 196. mál - varðveisla menningararfleifðar á stafrænu formi Kl. 08:40
Nefndin hélt áfram málsmeðferð sinni.

3) 148. mál - Lánasjóður íslenskra námsmanna Kl. 08:43
Nefndin hélt áfram málsmeðferð sinni.

4) 182. mál - hert viðurlög við ölvunar- og vímuefnaakstri Kl. 08:50
Nefndin hélt áfram málsmeðferð sinni.

5) 213. mál - færsla eftirlits með rafföngum til Mannvirkjastofnunar Kl. 09:00
Á fund nefndarinnar komu Árni Kristinsson frá BSI á Íslandi, Lárus M.K. Ólafsson frá Samtökum verslunar og þjónustu og Ásbjörn Jóhannesson frá Samtökum iðnaðarins og samtökum rafverktaka. Fóru þeir yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) Önnur mál Kl. 09:54
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:56