50. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 27. febrúar 2014 kl. 08:35


Mættir:

Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) formaður, kl. 08:35
Páll Valur Björnsson (PVB) 1. varaformaður, kl. 08:35
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 08:35
Haraldur Einarsson (HE) fyrir ELA, kl. 08:50
Jóhanna María Sigmundsdóttir (JMS), kl. 08:40
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 08:35

Guðbjartur Hannesson, Helgi Hrafn Gunnarsson og Svandís Svavarsdóttir boðuðu forföll.

Nefndarritari: Benedikt S. Benediktsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:35
Umfjöllun um dagskrárliðinn var frestað til næsta fundar.

2) 246. mál - opinber skjalasöfn Kl. 08:35
Á fund nefndarinnar komu Erna Björg Smáradóttir og Jón G. Jónsson frá Bankasýslu ríkisins, Kristín Þóra Harðardóttir frá Samtökum atvinnulífsins og Guðjón Bragason og Tryggvi Þórhallsson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Gestirnir kynntu afstöðu til þingmálsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál Kl. 09:26
Nefndarmenn ræddu hugmyndir að dagskrám næstu funda.
Fleira var ekki gert á fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 09:28