12. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 29. október 2014 kl. 15:05


Mættir:

Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) formaður, kl. 15:05
Páll Valur Björnsson (PVB) 1. varaformaður, kl. 15:05
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 15:05
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 15:05
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 15:05
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 15:05
Valgerður Bjarnadóttir (VBj) fyrir Guðbjart Hannesson (GuðbH), kl. 15:05

Jóhanna María Sigmundsdóttir og Vilhjálmur Árnason voru fjarverandi vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:05
Fundargerð 11. fundar var samþykkt.

2) Vopnaeign lögreglunnar - upplýsingafundur. Kl. 15:10
Á fund nefndarinnar komu Georg Lárusson, Óli Ásgeir Hermannson og Svanhildur sverrisdóttir frá Landhelgisgæslunni. Fóru þau yfir vopnaeign Landhelgisgæslunnar og svörðuðu spurningum nefndarmanna.

3) 243. mál - Rauði krossinn á Íslandi og merki Rauða krossins, hálfmánans og kristalsins Kl. 16:00
Á fund nefndarinnar komu Atli Viðar Thorstensen og Þórir Guðmundsson frá Rauða krossi Íslands og Margrét S. Hjálmarsdóttir frá Einkaleyfastofu. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 16:30
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:30