31. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 29. janúar 2015 kl. 09:08


Mættir:

Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 09:08
Ólína Þorvarðardóttir (ÓÞ) fyrir Guðbjart Hannesson (GuðbH), kl. 09:08
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:08

Unnur Brá Konráðsdóttir og Páll Valur Björnsson voru fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.
Jóhanna María Sigmundsdóttir og Elsa Lára Arnardóttir voru fjarverandi vegna veikinda.
Helgi Hrafn Gunnarsson og Bjarkey Gunnarsdóttir voru fjarverandi.

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:08
Dagskrárlið frestað.

2) Innleiðing safnalaga nr. 141/2011. Kl. 09:08
Á fund nefndarinnar kom Eiríkur Þorláksson frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Fór hann yfir innleiðingu safnalaga nr. 141/2011 og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) Tilskipun 2013/55/ESB er varðar gagnkvæma viðurkenningu á starfsmenntun og hæfi Kl. 09:30
Á fund nefndarinnar komu Ólafur Grétar Kristjánsson frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu og Anna Katrín Vilhjálmsdóttir frá utanríkisráðuneytinu. Fóru þau yfir tilskipun 2013/55/ESB og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 430. mál - meðferð sakamála og lögreglulög Kl. 09:55
2. varaformaður tók ákvörðun um að senda frumvarpið í umsagnarferli.

5) 376. mál - Schengen-upplýsingakerfið á Íslandi Kl. 09:57
2. varaformaður tók ákvörðun um að senda frumvarpið í umsagnarferli.

6) Önnur mál Kl. 10:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:00