32. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 3. febrúar 2015 kl. 09:33


Mættir:

Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 09:33
Áslaug María Friðriksdóttir (ÁMF) fyrir UBK, kl. 09:33
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:41
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 09:33
Guðbjartur Hannesson (GuðbH), kl. 09:33
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:33
Jóhanna María Sigmundsdóttir (JMS), kl. 09:44
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:33

Páll Valur Björnsson var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.
Guðbjartur Hannesson vék af fundi kl. 10:53 vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:33
Fundargerðir 30 og 31 voru samþykktar.

2) 430. mál - meðferð sakamála og lögreglulög Kl. 09:35
Á fund nefndarinnar komu Bryndís Helgadóttir, Ragnhildur Hjaltadóttir, Þórunn J. Hafstein og Valgerður María Sigurðardóttir frá innanríkisráðuneytinu og Sigurður Tómas Magnússon prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 376. mál - Schengen-upplýsingakerfið á Íslandi Kl. 10:20
Á fund nefndarinnar komu Þórunn J. Hafstein og Valgerður María Sigurðardóttir frá innanríkisráðuneytinu. Fóru þær yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 17. mál - verslun með áfengi og tóbak o.fl. Kl. 10:40
Fyrsti flutningsmaður dreifði nefndaráliti og breytingatillögum sem nefndarmenn ræddu.

5) 403. mál - örnefni Kl. 10:54
Nefndin hélt áfram málsmeðferð sinni.

6) 365. mál - staða, stjórn og starfshættir þjóðkirkjunnar Kl. 10:56
Nefndin hélt áfram málsmeðferð sinni.

7) Önnur mál Kl. 11:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:00