56. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 5. maí 2015 kl. 09:00


Mættir:

Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) formaður, kl. 09:00
Páll Valur Björnsson (PVB) 1. varaformaður, kl. 09:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 09:30
Anna María Elíasdóttir (AME) fyrir Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur (JMS), kl. 09:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:15
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 09:20
Geir Jón Þórisson (GJÞ) fyrir Vilhjálm Árnason (VilÁ), kl. 09:00
Guðbjartur Hannesson (GuðbH), kl. 09:07
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:00

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerðir nr. 50,51,52 og 53 voru samþykktar.

2) 670. mál - Norðurlandasamningur um erfðir og skipti á dánarbúum Kl. 09:03
Á fund nefndarinnar komu Ólafur Kr. Hjörleifsson og Bryndís Helgadóttir frá innanríkisráðuneytinu. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 669. mál - dómstólar Kl. 09:20
Nefndin afgreiddi álit sitt. Allir viðstaddir nefndarmenn samþykkir afgreiðslu málsins.

4) Breyt. á lögum um útlendinga. Kl. 09:30
Á fund nefndarinnar komu Hjörtur Bragi Sverrisson frá kærunefnd útlendingamála, Hermann Ottósson og Arndís Anna K. Gunnarsdóttir frá Rauða krossinum, Ragnar Aðalsteinsson, Helga Vala Helgadóttir og Katrín Oddsdóttir. Fóru þau yfir lög um útlendinga og breytingar á þeirri löggjöf.

5) 605. mál - meðferð einkamála o.fl. Kl. 10:30
Á fund nefndarinnar kom Bryndís Helgadóttir frá innanríkisráðuneytinu. Fór hún yfir frumvaprið og svaraði spurningum nefndarmanna.

6) 456. mál - Menntamálastofnun Kl. 11:00
Nefndin hélt áfram málsmeðferð sinni.

7) Önnur mál Kl. 11:15
Fleira var ekki rætt.

Fundi slitið kl. 11:30