31. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 21. janúar 2016 kl. 08:30


Mættir:

Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) formaður, kl. 08:30
Guðmundur Steingrímsson (GStein) 1. varaformaður, kl. 08:44
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 08:30
Ásta Guðrún Helgadóttir (ÁstaH) fyrir Helga Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 08:44
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 08:30
Jóhanna María Sigmundsdóttir (JMS), kl. 08:30
Karl Garðarsson (KG), kl. 08:30
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 09:04
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:03

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:30
Fundargerð nr. 30 var samþykkt án athugasemda.

2) 362. mál - höfundalög Kl. 08:32
Á fund nefndarinnar komu Hafþór Ragnarsson og Einar Hrafnsson frá Hljóðbókasafni Íslands. Fóru þeir yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 333. mál - höfundalög Kl. 08:32
Á fund nefndarinnar komu Hafþór Ragnarsson og Einar Hrafnsson frá Hljóðbókasafni Íslands. Fóru þeir yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 334. mál - höfundalög Kl. 08:32
Á fund nefndarinnar komu Hafþór Ragnarsson og Einar Hrafnsson frá Hljóðbókasafni Íslands. Fóru þeir yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 401. mál - almenn hegningarlög Kl. 08:45
Borin var upp sú tillaga að Unnur Brá Konráðsdóttir yrði framsögumaður málsins. Það var samþykkt. Frumvarpið verður sent til umsagnar og verður umsagnarfrestur 3. febrúar nk.

6) 402. mál - neytendasamningar Kl. 08:50
Borin var upp sú tillaga að Vilhjálmur Árnason yrði framsögumaður málsins. Það var samþykkt. Frumvarpið verður sent til umsagnar og verður umsagnarfrestur 3. febrúar nk.

7) 332. mál - fullnusta refsinga Kl. 08:53
Nefndin hélt áfram málsmeðferð sinni.

8) Önnur mál Kl. 09:52
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:52