45. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 10. mars 2016 kl. 08:30


Mættir:

Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) formaður, kl. 08:30
Guðmundur Steingrímsson (GStein) 1. varaformaður, kl. 08:42
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 08:30
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 08:30
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 08:30
Jóhanna María Sigmundsdóttir (JMS), kl. 08:30
Karl Garðarsson (KG), kl. 08:30
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 08:50

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir var fjarverandi vegna persónulegra aðstæðna.
Guðmundur Steingrímsson vék af fundi kl. 09:30 vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:30
Fundargerð nr. 44., var samþykkt.

2) 560. mál - útlendingar Kl. 08:32
Á fund nefndarinnar komu Hjörtur Bragi Sverrisson frá kærunefnd útlendingamála og Hermann Sæmundsson og Erna Kristín Blöndal frá innanríkisráðuneytinu. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 184. mál - Laxnesssetur að Gljúfrasteini í Mosfellsbæ Kl. 09:30
Á fund nefndarinnar komu Guðný Dóra Gestsdóttir frá stjórn Gljúfrasteins, Hulda M. Rútsdóttir og Kristín Lilja Thorlacius Björnsdóttir starfsmenn Gljúfrasteins, Guðrún Pétursdóttir, Guðný Dóra Gestsdóttir og Kolbrún Halldórsdóttir frá vinafélagi Gljúfrasteins og Haraldur Sverrisson frá Mosfellsbæ. Fóru þau yfir þingsályktunartillöguna og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 144. mál - bann við mismunun Kl. 10:10
Borin var upp sú tillaga að Guðmundur Steingrímsson yrði framsögumaður. Það var samþykkt.

5) 576. mál - samningsveð Kl. 10:01
Borin var upp sú tillaga að Helgi Hrafn Gunnarsson yrði framsögumaður. Það var samþykkt.

6) Önnur mál Kl. 10:02
Fleira var ekki rætt.

Fundi slitið kl. 10:02