61. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 12. maí 2016 kl. 08:30


Mættir:

Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) formaður, kl. 08:30
Guðmundur Steingrímsson (GStein) 1. varaformaður, kl. 09:10
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 08:30
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 08:40
Haraldur Einarsson (HE), kl. 08:30
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 08:30
Jóhanna María Sigmundsdóttir (JMS), kl. 08:30
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 08:48
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 08:55

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:30
Dagskrálið frestað.

2) 728. mál - útlendingar Kl. 08:30
Á fund nefndarinnar komu Helga Jóna Benediktsdóttir frá velferðarsviði Reykjavíkurborgar, Björg Ásta Þórðardóttir, Elínrós Líndal Ragnarsdóttir og Katrín Dóra Þorsteinsdóttir frá Samtökum iðnaðarins, Jórunn Edda Helgadóttir frá No Borders og Íris Björg Kristjánsdóttir og Hermann Sæmundsson frá innanríkisráðuneytinu. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 449. mál - stofnun embættis umboðsmanns flóttamanna Kl. 08:30
Á fund nefndarinnar komu Helga Jóna Benediktsdóttir frá velferðarsviði Reykjavíkurborgar, Björg Ásta Þórðardóttir, Elínrós Líndal Ragnarsdóttir og Katrín Dóra Þorsteinsdóttir frá Samtökum iðnaðarins , Jórunn Edda Helgadóttir frá No Borders og Íris Björg Kristjánsdóttir og Hermann Sæmundsson frá innanríkisráðuneytinu. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 10:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:00