62. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 17. maí 2016 kl. 10:00


Mættir:

Guðmundur Steingrímsson (GStein) 1. varaformaður, kl. 10:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 10:00
Haraldur Einarsson (HE), kl. 10:00
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 10:00
Jóhanna María Sigmundsdóttir (JMS), kl. 10:33
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 10:00
Svandís Svavarsdóttir (SSv) fyrir Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur (BjG), kl. 10:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 10:00

Unnur Brá Konráðsdóttir var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerðir Kl. 10:00
Fundargerðir nr. 60. og 61., voru samþykktar.

2) 728. mál - útlendingar Kl. 10:03
Á fund nefndarinnar kom Ingibjörg Elíasdóttir frá Jafnréttisstofu. Fór hún yfir frumvarpið og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 615. mál - dómstólar Kl. 10:30
Nefndin hélt áfram málsmeðferð sinni.

4) 616. mál - meðferð einkamála og meðferð sakamála Kl. 10:30
Nefndin hélt áfram málsmeðferð sinni.

5) 617. mál - handtaka og afhending manna til og frá Íslandi á grundvelli handtökuskipunar Kl. 10:52
Nefndin afgreiddi álit sitt.
Allir viðstddir nefndarmenn voru samþykkir áliti nema Helgi Hrafn Gunnarsson.

6) 659. mál - meðferð sakamála Kl. 11:00
Á fund nefndarinnar kom Bryndís Helgadóttir frá innanríkisráðuneytinu. Fór hún yfir frumvarpið og svaraði spurningum nefndarmanna.

7) 658. mál - lögreglulög Kl. 11:30
Á fund nefndarinnar komu Margrét Kristín Pálsdóttir, Þórunn J. Hafstein og Diljá Catherine Þiðriksdóttir frá innanríkisráðuneytinu. Fóru þær yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

8) 742. mál - lögreglulög og lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins Kl. 11:45
Á fund nefndarinnar komu Margrét Kristín Pálsdóttir, Þórunn J. Hafstein og Diljá Catherine Friðriksdóttir frá innanríkisráðuneytinu. Fóru þær yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

9) Önnur mál Kl. 12:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:00