84. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 8. september 2016 kl. 08:40


Mættir:

Guðmundur Steingrímsson (GStein) 1. varaformaður, kl. 08:45
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 08:40
Ásta Guðrún Helgadóttir (ÁstaH) fyrir Helga Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 08:40
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 08:40
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE) fyrir Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur (JMS), kl. 08:40

Unnur Brá Konráðsdóttir, Haraldur Einarsson, Vilhjálmur Árnason og Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir voru fjarverandi.

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:40
Dagskrárlið frestað.

2) 657. mál - meðferð einkamála Kl. 08:40
Á fund nefndarinnar komu Sif Konráðsdóttir frá Landvernd og Hildur Ýrr Viðarsdóttir frá lögmannafélagi Íslands. Fóru þær yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 794. mál - námslán og námsstyrkir Kl. 09:00
Á fund nefndarinnar komu Ingibjörg Elíasdóttir frá Jafnréttisstofu (símafundur), Björg Ásta Þórðardóttir og Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir frá Samtökum iðnaðarins, Halldór Árnasson frá Samtökum atvinnulífsins og Marta Guðrún Blöndal frá Viðskiptaráði Íslands. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 10:15
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:15