85. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 13. september 2016 kl. 09:25


Mættir:

Guðmundur Steingrímsson (GStein) 1. varaformaður, kl. 09:25
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 09:25
Ásta Guðrún Helgadóttir (ÁstaH) fyrir Helga Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:25
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:25
Haraldur Einarsson (HE), kl. 09:25
Jóhanna María Sigmundsdóttir (JMS), kl. 09:25
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:25

Unnur Brá Konráðsdóttir og Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir voru fjarverandi.

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:25
Fundagerðir nr. 81-84 voru samþykktar.

2) 794. mál - námslán og námsstyrkir Kl. 09:25
Á fund nefndarinnar komu Aðalsteinn Óskarsson frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga (símafundur), Logi Einarsson (símafundur) og Sif Jóhannesdóttir frá Eyþing, Ellen Calmon og Daníel Íseban Ágústsson frá Öryrkjabandalagi Íslands, Helga Þórisdóttir og Vigdís Eva Líndal frá Persónuvernd, Sigrún Dögg Kvaran og Hjördís Jónsdóttir frá Sambandi Íslenskra námsmanna og Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir og Sigurður Steinar Ásgeirsson frá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál Kl. 11:40
Fleira var ekki rætt.

Fundi slitið kl. 11:40