95. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 27. september 2016 kl. 09:00


Mættir:

Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) formaður, kl. 09:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 09:00
Haraldur Einarsson (HE), kl. 09:00
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:00
Jóhanna María Sigmundsdóttir (JMS), kl. 09:00

Vilhjálmur Árnason forfallaðist vegna annarra þingstarfa.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, Guðmundur Steingrímsson og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir voru fjarverandi.

Nefndarritari: Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Dagskrárlið frestað.

2) 870. mál - höfundalög Kl. 09:05
Nefndin hélt áfram umfjöllun um málið og fékk á sinn fund Smára McCarthy frá IMMI - alþjóðlegri stofnun um upplýsinga- og tjáningarfrelsi, Aðalstein Ásberg Sigurðsson frá Rithöfundasambandi Íslands og Björn Th. Árnason og Gunnar Hrafnsson frá Félagi íslenskra hljómlistarmanna. Þá átti nefndin símafund við Rán Tryggvadóttur frá höfundaréttarnefnd. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál Kl. 10:30
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:30