20. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 14. mars 2017 kl. 09:00


Mættir:

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (ÁslS) formaður, kl. 09:00
Nichole Leigh Mosty (NicM) 1. varaformaður, kl. 09:00
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:00
Eygló Harðardóttir (EyH), kl. 09:00
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:00
Kristín Traustadóttir (KTraust), kl. 09:00
Pawel Bartoszek (PawB), kl. 09:00
Valgerður Gunnarsdóttir (ValG), kl. 09:10

Gunnar Hrafn Jónsson boðaði forföll. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir var fjarverandi.

Nefndarritari: Kristel Finnbogad. Flygenring

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 19. fundar var samþykkt.

2) Staða samræmdra prófa Kl. 09:02
Á fund nefndarinnar komu Jón Páll Haraldsson og Rósa Ingvarsdóttir frá Kennarasambandi Íslands, Steinn Jóhannsson og Baldur Gíslason frá Skólameistarafélagi Íslands, Valgerður Freyja Ágústsdóttir og Svandís Ingimundardóttir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Nanna Kristjánsdóttir og Rakel Ósk Sigurðardóttir frá Ungmennaráði Barnaheilla, Jökull Ingi Þorvaldsson og Nilsína Larsen Einarsdóttir frá Ungmennaráði Unicef á Íslandi, Þórdís Helga Ríkharðsdóttir, Lilja Hrönn Önnudóttir Hrannarsdóttir, Þorbjörg Arna Jónasdóttir, Inga Huld Ármann, Íris Líf Stefánsdóttir, Embla Eir Haraldsdóttir og Margrét María Sigurðardóttir frá ráðgjafarhópi Umboðsmanns barna, Arnór Guðmundsson, Sigurgrímur Skúlason og Kristrún Birgisdóttir frá Menntamálastofnun og Sigríður Lára Ásbergsdóttir og Jón Vilberg Guðjónsson frá mennta- og menningarmálaráðuneyti. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Kl. 11:38
Nefndin fjallaði um málið.

3) Staða framhaldsskóla Kl. 10:55
Á fund nefndarinnar mættu Gísli Þór Magnússon, Marta Skúladóttir, Ólafur Sigurðsson og Björg Pétursdóttir frá mennta- og menningarmálaráðuneyti. Gestir gerðu grein fyrir stöðu framhaldsskóla og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 235. mál - vopnalög Kl. 12:05
Frestað.

5) 236. mál - útlendingar Kl. 12:05
Frestað.

6) 135. mál - flutningur Landhelgisgæslunnar til Reykjanesbæjar Kl. 12:05
Frestað.

7) 143. mál - húsnæði Listaháskóla Íslands Kl. 12:05
Frestað.

8) 144. mál - fjölmiðlar Kl. 12:05
Frestað.

9) Önnur mál Kl. 12:05
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:05