23. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 21. mars 2017 kl. 09:00


Mættir:

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (ÁslS) formaður, kl. 09:00
Nichole Leigh Mosty (NicM) 1. varaformaður, kl. 10:10
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:00
Eygló Harðardóttir (EyH), kl. 09:00
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:00
Gunnar Hrafn Jónsson (GHJ), kl. 09:00
Pawel Bartoszek (PawB), kl. 09:00
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞÆ), kl. 09:00

Valgerður Gunnarsdóttir boðaði forföll. Vilhjálmur Árnason boðaði forföll vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Kristel Finnbogad. Flygenring

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 20. fundar var samþykkt.

2) Vernd tjáningarfrelsis Kl. 09:05
Á fund nefndarinnar komu Hjálmar Jónsson frá Blaðamannafélagi Íslands, Guðmundur Andri Thorsson frá PEN á Íslandi, Erla Hlynsdóttir, Ingibjörg Þorsteinsdóttir frá Dómarafélagi Íslands og Bryndís Helgadóttir og Ragna Bjarnadóttir frá innanríkisráðuneyti. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál Kl. 11:00
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:05