27. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 4. apríl 2017 kl. 09:00


Mættir:

Nichole Leigh Mosty (NicM) 1. varaformaður, kl. 09:00
Albert Guðmundsson (AlbG) fyrir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur (ÁslS), kl. 09:00
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:00
Eygló Harðardóttir (EyH), kl. 09:00
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:00
Hildur Sverrisdóttir (HildS) fyrir Valgerði Gunnarsdóttur (ValG), kl. 09:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NF) fyrir Vilhjálm Árnason (VilÁ), kl. 09:00
Pawel Bartoszek (PawB), kl. 09:00
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞÆ), kl. 09:00

Gunnar Hrafn Jónsson boðaði forföll. Hildur Sverrisdóttir og Njáll Trausti Friðbertsson viku af fundi kl. 9:58.

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 26. fundar samþykkt.

2) 106. mál - verslun með áfengi og tóbak o.fl. Kl. 09:00
Á fund nefndarinnar mættu Davíð Snær Jónsson frá Nemendafélagi Tækniskólans og Haraldur Sigurðsson frá Skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Fóru þeir yfir umsagnir um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 101. mál - almenn hegningarlög Kl. 09:30
Á fund nefndarinnar mættu Kolbrún Halldórsdóttir frá Bandalagi íslenskra listamanna, Elín G. Einarsdóttir frá Mannréttindaskrifstofu Íslands, Helga Hauksdóttir, Gunnar Pálsson og Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir frá utanríkisráðuneytinu og Bryndís Helgadóttir og Ragna Bjarnadóttir frá innanríkisráðuneytinu. Fóru þau yfir umsagnir og sjónarmið um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 106. mál - verslun með áfengi og tóbak o.fl. Kl. 13:49
Á fund nefndarinnar mætti Kristín Pálsdóttir, talskona Rótarinnar. Fór hún yfir umsögn um málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

5) Önnur mál Kl. 11:20
Fleira var ekki gert á fundinum.

Fundi slitið kl. 11:20