40. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 17. maí 2017 kl. 15:15


Mættir:

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (ÁslS) formaður, kl. 15:15
Björn Leví Gunnarsson (BLG) fyrir Gunnar Hrafn Jónsson (GHJ), kl. 15:15
Eygló Harðardóttir (EyH), kl. 15:15
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 15:15
Iðunn Garðarsdóttir (IðG), kl. 15:15
Pawel Bartoszek (PawB), kl. 15:15
Valgerður Gunnarsdóttir (ValG), kl. 15:15
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞÆ), kl. 15:15

Vilhjálmur Árnason boðaði forföll. Nichole Leigh Mosty boðaði forföll vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Kristel Finnbogad. Flygenring

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:15
Fundargerð 38. fundar var samþykkt.

2) 436. mál - jöfn meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna Kl. 15:20
Á fund nefndarinnar komu Rún Knútsdóttir og Linda Rós Alfreðsdóttir frá velferðarráðuneyti, auk þess sem Rán Ingvarsdóttir frá velferðarráðuneyti átti símafund með nefndinni. Gestir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 481. mál - dómstólar og breytingalög nr. 49/2016 Kl. 15:54
Á fund nefndarinnar komu Bryndís Helgadóttir og Sigríður Kristín Axelsdóttir frá dómsmálaráðuneyti. Gestir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 374. mál - meðferð sakamála Kl. 16:05
Nefndin fjallaði um málið.

5) 426. mál - barnaverndarlög Kl. 15:06
Tillaga um að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir formaður verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar og að frestur til að veita umsögn verði 10 dagar var samþykkt.

6) 416. mál - Lánasjóður íslenskra námsmanna Kl. 16:07
Tillaga um að Eygló Harðardóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar og að frestur til að veita umsögn verði 10 dagar var samþykkt.

7) 419. mál - almenn hegningarlög Kl. 16:08
Tillaga um að Pawel Bartoszek verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar og að frestur til að veita umsögn verði 10 dagar var samþykkt.

8) Önnur mál Kl. 16:09
Eygló Harðardóttir óskaði eftir að skólameistarar og fulltrúar í skólanefndum Tækniskólans og Fjölbrautaskólans við Ármúla kæmu á fund nefndarinnar til að fjalla um stöðu skólanna.

Nefndin ræddi stöðu mála í nefndinni og fyrirkomulag næstu funda.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:25