45. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 24. maí 2017 kl. 19:05


Mættir:

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (ÁslS) formaður, kl. 19:05
Nichole Leigh Mosty (NicM) 1. varaformaður, kl. 19:05
Vilhjálmur Árnason (VilÁ) 2. varaformaður, kl. 19:05
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 19:05
Bryndís Haraldsdóttir (BHar) fyrir Valgerði Gunnarsdóttur (ValG), kl. 19:05
Eygló Harðardóttir (EyH), kl. 19:05
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 19:05
Gunnar Ingiberg Guðmundsson (GIG) fyrir Gunnar Hrafn Jónsson (GHJ), kl. 19:05
Pawel Bartoszek (PawB), kl. 19:05
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞÆ), kl. 19:05

Nefndarritari: Kristel Finnbogad. Flygenring

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 19:05
Fundargerð 44. fundar var samþykkt.

2) 437. mál - jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla Kl. 19:06
Nefndin ræddi drög að nefndaráliti.

Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur formanni, Nichole Leigh Mosty 1. varaformanni og framsögumanni, Vilhjálmi Árnasyni 2. varaformanni, Pawel Bartoszek og Bryndísi Haraldsdóttur. Eygló Harðardóttir og Andrés Ingi Jónsson sátu hjá við afgreiðslu málsins. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Gunnar Ingiberg Guðmundsson greiddu atkvæði gegn afgreiðslu málsins og lögðu fram eftirfarandi bókun: „Píratar eru á móti því að málið verði tekið úr nefnd þar sem þeir telja málið ekki tilbúið til þinglegrar meðferðar".

Ákveðið að fá gesti vegna málsins á næsta fund nefndarinnar og að nefndarmenn fá frest til að láta vita ef þeir rita undir álitið fram að 29. maí nk.

3) 392. mál - Lánasjóður íslenskra námsmanna Kl. 19:31
Nefndin fjallaði um málið.

4) Önnur mál Kl. 19:45
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 19:45