46. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 26. maí 2017 kl. 13:05


Mættir:

Nichole Leigh Mosty (NicM) 1. varaformaður, kl. 13:05
Vilhjálmur Árnason (VilÁ) 2. varaformaður, kl. 13:05
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 13:05
Björn Leví Gunnarsson (BLG) fyrir Gunnar Hrafn Jónsson (GHJ), kl. 13:05
Eygló Harðardóttir (EyH), kl. 13:05
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 13:05
Jóna Sólveig Elínardóttir (JSE) fyrir Pawel Bartoszek (PawB), kl. 13:05
Teitur Björn Einarsson (TBE) fyrir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur (ÁslS), kl. 13:09
Valgerður Gunnarsdóttir (ValG), kl. 13:05
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞÆ), kl. 13:05

Jóna Sólveig Elínardóttir vék af fundi kl. 14:03 og í hennar stað kom Pawel Bartoszek. Valgerður Gunnarsdóttir og Teitur Björn Einarsson viku af fundi kl. 14:05.

Nefndarritarar:
Elisabeth Patriarca Kruger
Kristel Finnbogad. Flygenring

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:05
Frestað.

2) 437. mál - jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla Kl. 13:05
Á fund nefndarinnar komu Snorri Olsen og Unnur Ýrr Kristjánsdóttir frá Tollstjóra, Sigríður Vilhjálmsdóttir frá Vátryggingafélagi Íslands, Baldur G. Jónsson frá Landsbankanum og Sólrún Kristjánsdóttir frá Orkuveitu Reykjavíkur. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 392. mál - Lánasjóður íslenskra námsmanna Kl. 13:52
Nefndin ræddi drög að breytingartillögu við málið.

Samþykkt að afgreiða málið frá nefndinni með samþykki allra viðstaddra nefndarmanna. Allir viðstaddir nefndarmenn skrifa undir nefndarálit með breytingartillögu.

4) Önnur mál Kl. 14:00
Nefndin ræddi stöðu mála í nefndinni.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 14:13