48. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í færeyska herberginu, þriðjudaginn 30. maí 2017 kl. 19:45


Mættir:

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (ÁslS) formaður, kl. 19:45
Nichole Leigh Mosty (NicM) 1. varaformaður, kl. 19:45
Vilhjálmur Árnason (VilÁ) 2. varaformaður, kl. 19:45
Albert Guðmundsson (AlbG) fyrir Valgerði Gunnarsdóttur (ValG), kl. 19:45
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 19:45
Björn Leví Gunnarsson (BLG) fyrir Gunnar Hrafn Jónsson (GHJ), kl. 19:45
Pawel Bartoszek (PawB), kl. 19:45
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 19:45
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞÆ), kl. 19:45

Nefndarritari: Kristel Finnbogad. Flygenring

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 19:45
Frestað.

2) 437. mál - jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla Kl. 19:45
Nefndin fjallaði um málið og ræddi drög að framhaldsnefndaráliti með breytingartillögu.

Tillaga um að afgreiða málið með framhaldsnefndaráliti frá nefndinni var samþykkt af Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur formanni, Nichole Leigh Mosty 1. varaformanni, Vilhjálmi Árnasyni 2. varaformanni, Pawel Bartoszek, Alberti Guðmundssyni, Andrési Inga Jónssyni og Willum Þór Þórssyni. Þórhildur Sunna Ævardóttir og Björn Leví Gunnarsson greiddu atkvæði gegn því að málið yrði afgreitt frá nefndinni með framhaldsnefndaráliti.

Að framhaldsáliti meiri hluta nefndarinnar standa Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Nichole Leigh Mosty, Vilhjálmur Árnason, Pawel Bartoszek, Albert Guðmundsson, Andrés Ingi Jónsson og Willum Þór Þórsson.

3) Önnur mál Kl. 20:04
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 20:05