50. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 23. ágúst 2017 kl. 13:00


Mættir:

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (ÁslS) formaður, kl. 13:00
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 13:00
Björn Leví Gunnarsson (BLG) fyrir Gunnar Hrafn Jónsson (GHJ), kl. 13:00
Eygló Harðardóttir (EyH), kl. 13:00
Hildur Sverrisdóttir (HildS) fyrir Vilhjálm Árnason (VilÁ), kl. 13:00
Oddný G. Harðardóttir (OH) fyrir Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 13:00
Pawel Bartoszek (PawB), kl. 13:00
Teitur Björn Einarsson (TBE) fyrir Valgerði Gunnarsdóttur (ValG), kl. 13:00
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞÆ), kl. 13:00

Nichole Leigh Mosty boðaði forföll.

Nefndarritari: Kristel Finnbogad. Flygenring

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:00
Fundargerð 49. fundar var samþykkt.

Fundargerðin hafði áður verið send nefndarmönnum rafrænt en engar athugasemdir bárust og var hún því birt á vef Alþingis.

2) Staða framhaldsskóla Kl. 13:02
Á fund nefndarinnar komu Kristján Þór Júlíusson mennta- og menningarmálaráðherra og Björg Pétursdóttir frá mennta- og menningarmálaráðuneyti.

Gestir kynntu minnisblað sem nefndin hafði óskað eftir frá mennta- og menningarmálaráðuneyti um inntöku nýnema í framhaldsskóla og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Staða verknáms Kl. 13:15
Á fund nefndarinnar komu Kristján Þór Júlíusson mennta- og menningarmálaráðherra og Björg Pétursdóttir frá mennta- og menningarmálaráðuneyti.

Gestir gerðu grein fyrir stöðu verknáms og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Staða kennaranáms og kennaraskortur Kl. 13:45
Á fund nefndarinnar komu Kristján Þór Júlíusson mennta- og menningarmálaráðherra og Björg Pétursdóttir frá mennta- og menningarmálaráðuneyti.

Gestir gerðu grein fyrir stöðu kennaranáms og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) Önnur mál Kl. 14:12
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 14:13