3. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 20. desember 2017 kl. 14:07


Mættir:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 14:07
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 14:07
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) 2. varaformaður, kl. 14:15
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 14:15
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 14:07
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 14:07
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) fyrir Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 14:07
Vilhjálmur Árnason (VilÁ) fyrir Birgi Ármannsson (BÁ), kl. 14:07
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ), kl. 14:07

Karl Gauti Hjaltason sat fundinn í stað Guðmundar Inga Kristinssonar. Halla Signý Kristjánsdóttir kom á fundinn kl. 14:15 fyrir Líneik Önnu Sævarsdóttur og vék af fundi kl. 15:21 þegar Líneik Anna Sævarsdóttir mætti. Karl Gauti Hjaltason vék af fundi kl. 14:40 vegna annarra þingstarfa. Vilhjálmur Árnason sat fundinn fyrir Birgi Ármannsson til kl. 15:30 þegar Birgir Ármannsson mætti og vék Vilhjálmur Árnason þá af fundi.

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 14:07
Frestað.

2) Beiðni um áheyrnaraðild Kl. 14:07
Áheyrnaraðild fulltrúa Flokks fólksins, Guðmundar Inga Kristinssonar, samþykkt.

3) Fjármögnun verkefna dómsmálaráðuneytis Kl. 14:09
Á fund nefndarinnar komu Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, Bryndís Helgadóttir og Pétur U. Fenger frá dómsmálaráðuneyti. Dómsmálaráðherra gerði grein fyrir almennum sjónarmiðum við málið og gestir svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Fjármögnun verkefna mennta- og menningarmálaráðuneytis Kl. 14:41
Á fund nefndarinnar komu Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Ásta Magnúsdóttir, Gísli Þór Magnússon og Auður B. Árnadóttir frá mennta- og menningarmálaráðuneyti. Gestir gerðu grein fyrir almennum sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 7. mál - útlendingar Kl. 15:34
Á fund nefndarinnar komu Bryndís Helgadóttir, Ívar Már Ottason og Lilja Borg Viðarsdóttir frá dómsmálaráðuneyti og Tanja Ýr Jóhannsdóttir frá Útlendingastofnun. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) 8. mál - dómstólar o.fl. Kl. 16:21
Á fund nefndarinnar komu Bryndís Helgadóttir og Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson frá dómsmálaráðuneyti og Sigurður Tómas Magnússon, formaður réttarfarsnefndar. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar komu einnig Stefán Andrew Svensson frá Lögmannafélagi Íslands og Ingibjörg Þorsteinsdóttir frá Dómarafélagi Íslands. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

7) 10. mál - almenn hegningarlög Kl. 17:06
Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.

Tillaga um að Jón Steindór Valdimarsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.

8) Önnur mál Kl. 17:08
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 17:08