30. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 17. apríl 2018 kl. 09:04


Mættir:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 09:04
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 09:04
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) 2. varaformaður, kl. 09:04
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:04
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:04
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:04
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ), kl. 09:22

Willum Þór Þórsson var fjarverandi vegna annarra þingstarfa. Jón Steindór Valdimarsson boðaði forföll.

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:04
Fundargerð 29. fundar var samþykkt.

2) 42. mál - útlendingar Kl. 09:05
Á fund nefndarinnar komu Heiða Björk Pálmadóttir frá Barnaverndarstofu, Guðríður Bolladóttir frá umboðsmanni barna og Halldóra Gunnarsdóttir og Edda Ólafsdóttir frá velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar komu einnig Vera Dögg Guðmundsdóttir og Lilja Rós Pálsdóttir frá Útlendingastofnun og Lilja Björg Guðmundsdóttir og Sigurlaug Soffía Friðþjófsdóttir frá Rauða krossinum á Íslandi. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 339. mál - Þjóðskrá Íslands Kl. 09:05
Frestað.

4) 345. mál - lögheimili og aðsetur Kl. 10:54
Á fund nefndarinnar komu Guðjón Bragason og Vigdís Häsler frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Hrafnhildur Arnkelsdóttir og Ólafur Hjálmarsson frá Hagstofu Íslands, Birgitta Arngrímsdóttir og Elín Alma Arthursdóttir frá Ríkisskattstjóra og Ástríður Jóhannesdóttir og Indriði Ómarsson frá Þjóðskrá Íslands. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar komu einnig Guðný S. Bjarnadóttir frá félagi um foreldrajafnrétti og Ragna Haraldsdóttir og Halldóra Ólafsdóttir frá Tryggingastofnun ríkisins. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum

5) 128. mál - ættleiðingar Kl. 10:09
Nefndin fjallaði um málið.

6) 442. mál - dómstólar o.fl. Kl. 10:13
Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.

Tillaga um að Páll Magnússon verði framsögumaður málsins var samþykkt.

7) 458. mál - almenn hegningarlög Kl. 10:14
Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.

Tillaga um að Páll Magnússon verði framsögumaður málsins var samþykkt.

8) 441. mál - skaðabótalög Kl. 10:15
Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.

Tillaga um að Páll Magnússon verði framsögumaður málsins var samþykkt.

9) 114. mál - almenn hegningarlög Kl. 10:15
Nefndin fjallaði um málið.

Tillaga um að Willum Þór Þórsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.

10) Önnur mál Kl. 10:20
Nefndin ræddi stöðu mála í nefndinni og starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:56