33. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 18. apríl 2018 kl. 16:45


Mættir:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 16:45
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 16:45
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 16:45
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 16:45
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 16:45
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 16:45
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ), kl. 16:45

Steinunn Þóra Árnadóttir boðaði forföll. Birgir Ármannsson var fjarverandi vegna annarra þingstarfa. Andrés Ingi Jónsson vék af fundi kl. 17:48. Anna Kolbrún Árnadóttir vék af fundi kl. 18:05.

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Fundurinn var sameiginlegur með fjárlaganefnd. Páll Magnússon, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, stýrði fundi.

Bókað:

1) 494. mál - fjármálaáætlun 2019--2023 Kl. 16:45
Á fund nefndarinnar komu Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Ásta Magnúsdóttir, Auður Björg Árnadóttir, Karítas Gunnarsdóttir, Þórunn Jóna Hauksdóttir, Marta Guðrún Skúladóttir og Steinunn Halldórsdóttir frá mennta- og menningarmálaráðuneyti. Gestir kynntu málefnasvið og málaflokka sem eru á fagsviði ráðuneytisins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) Önnur mál Kl. 18:22
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 18:22