37. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 26. apríl 2018 kl. 08:30


Mættir:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 08:30
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 08:30
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) 2. varaformaður, kl. 08:30
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 08:33
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 08:30
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 08:43
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 08:30
Olga Margrét Cilia (OC) fyrir Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur (ÞSÆ), kl. 08:30
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 08:30

Páll Magnússon vék af fundi kl. 09:43. Birgir Ármannsson vék af fundi kl. 10:12.

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:30
Fundargerð 36. fundar var samþykkt.

2) 133. mál - íslenskur ríkisborgararéttur og barnalög Kl. 08:36
Á fund nefndarinnar komu Berglind Bára Sigurjónsdóttir og Fanney Óskarsdóttir frá dómsmálaráðuneytinu. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 393. mál - jöfn meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna Kl. 09:00
Á fund nefndarinnar komu Petra Baumruk og Rósa Guðrún Erlingsdóttir frá velferðarráðuneyti. Gestir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 394. mál - jöfn meðferð á vinnumarkaði Kl. 09:43
Á fund nefndarinnar komu Bjarnheiður Gautadóttir, Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir og Jón Þór Þorvaldsson frá velferðarráðuneyti. Gestir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna

5) 113. mál - endurskoðun XXV. kafla almennra hegningarlaga Kl. 10:10
Jón Steindór Valdimarsson, framsögumaður málsins, kynnti drög að nefndaráliti. Nefndin fjallaði um málið.

6) 494. mál - fjármálaáætlun 2019--2023 Kl. 10:19
Nefndin ræddi gestakomur vegna málsins.

7) Önnur mál Kl. 08:31
Nefndin ræddi starfið framundan og stöðu mála í nefndinni.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:21