17. fundur
atvinnuveganefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 29. nóvember 2011 kl. 09:09


Mættir:

Kristján L. Möller (KLM) formaður, kl. 09:09
Einar K. Guðfinnsson (EKG), kl. 09:09
Jón Gunnarsson (JónG), kl. 09:09
Sigurður Ingi Jóhannsson (SIJ), kl. 09:09
Þór Saari (ÞSa), kl. 09:36

Nefndarritari: Benedikt Sveinbj. Benediktsson

Bókað:

1) Fundargerð síðasta fundar. Kl. 10:34
Fyrir fundinn voru lögð drög að fundargerð síðasta fundar nefndarinnar. Gerðardrögin voru samþykkt án athugasemda.

2) 138. mál - matvæli Kl. 09:09
Á fund nefndarinnar komu Sigurgeir Þorgeirsson og Baldur P. Erlingsson frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Gestirnir kynntu nefndinni afstöðu ráðuneytisins til athugasemda umsagnaraðila og svöruðu spurningum nefndarmanna að því loknu.

3) 61. mál - matvæli Kl. 09:09
Á fund nefndarinnar komu Sigurgeir Þorgeirsson og Baldur P. Erlingsson frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Gestirnir kynntu nefndinni afstöðu ráðuneytisins til athugasemda umsagnaraðila og svöruðu spurningum nefndarmanna að því loknu.

4) 114. mál - löggilding nokkurra starfsheita sérfræðinga í tækni- og hönnunargreinum Kl. 09:44
Á fund nefndarinnar kom Hreinn Hrafnkelsson frá iðnaðarráðuneytinu. Hreinn kynnti nefndinni þingmálið og svaraði spurningum nefndarmanna að því loknu.

5) Afstaða til EES-máls, tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/30/EU. Kl. 09:53
Fyrir fundinn voru lögð drög að áliti nefndarinnar um töku tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2010/30/EB upp í EES-samninginn. Lögð var fram tillaga um að nefndin afgreiddi málið frá sér með álitsdrögunum. Tillagan var samþykkt samhljóða.

6) 7. mál - efling græna hagkerfisins á Íslandi Kl. 10:02
Nefndin ræddi málið.

7) Önnur mál. Kl. 10:11
Lögð var fram tillaga um að JónG yrði framsögumaður 90. máls. Tillagan var samþykkt samhljóða.
Lögð var fram tillaga um að nefndin sendi 90. mál til umsagnar. Tillagan var samþykkt samhljóða.
Lögð var fram tillaga um að 37. mál yrði sent til umsagnar. Tillaga var samþykkt samhljóða.
Nefndin ræddi mögulegar dagskrár næstu funda.
Fleira var ekki rætt á fundi nefndarinnar.
ÓÞ og LRM voru fjarverandi þar sem þær voru veðurtepptar á Vestfjörðum.
BVG var fjarverandi vegna veikinda.
MSch var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.


Fundi slitið kl. 10:36