18. fundur
atvinnuveganefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 2. desember 2011 kl. 13:08


Mættir:

Kristján L. Möller (KLM) formaður, kl. 13:08
Ásbjörn Óttarsson (ÁsbÓ) fyrir EKG, kl. 13:08
Jón Gunnarsson (JónG), kl. 13:08
Magnús Orri Schram (MSch), kl. 13:08
Sigurður Ingi Jóhannsson (SIJ), kl. 13:08
Þór Saari (ÞSa), kl. 13:08

Nefndarritari: Benedikt Sveinbj. Benediktsson

Bókað:

1) 305. mál - raforkulög Kl. 13:08
Lögð var fram tillaga um að KLM yrði framsögumaður málsins. Tillagan var samþykkt án athugasemda.
Lögð var fram tillaga um að málið yrði sent til umsagnar með fresti til að skila umsögnum til og með 7. desember 2011. Tillagan var samþykkt án athugasemda.

2) 318. mál - Landsvirkjun o.fl. Kl. 13:09
Lögð var fram tillaga um að KLM yrði framsögumaður málsins. Tillagan var samþykkt án athugasemda.
Lögð var fram tillaga um að málið yrði sent til umsagnar með fresti til að skila umsögnum til og með 7. desember 2011. Tillagan var samþykkt án athugasemda.

3) Önnur mál. Kl. 13:18
Fleira var ekki rætt á fundi nefndarinnar.
ÓÞ, BVG og LRM voru fjarverandi.

Fundi slitið kl. 13:18