23. fundur
atvinnuveganefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 13. desember 2011 kl. 09:33


Mættir:

Kristján L. Möller (KLM) formaður, kl. 09:33
Björn Valur Gíslason (BVG), kl. 09:33
Einar K. Guðfinnsson (EKG), kl. 09:33
Jón Gunnarsson (JónG), kl. 09:33
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:33
Magnús Orri Schram (MSch), kl. 09:33
Sigurður Ingi Jóhannsson (SIJ), kl. 09:33
Skúli Helgason (SkH) fyrir ÓÞ, kl. 09:48
Þór Saari (ÞSa), kl. 09:33

Nefndarritari: Benedikt Sveinbj. Benediktsson

Bókað:

1) Fundargerð síðasta fundar. Kl. 10:28
Fyrir fundinn voru lögð drög að fundargerðum 21. og 22. funda nefndarinnar. Gerðardrög 21. fundar voru samþykkt með athugasemdum. Gerðardrög 22. fundar voru samþykkt án athugasemda.

2) 306. mál - tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi Kl. 09:52
Nefndin ræddi málið.

3) 318. mál - Landsvirkjun o.fl. Kl. 09:33
Fyrir fundinn voru lögð drög að nefndaráliti um málið. Þá var lögð fram tillaga um að nefndin afgreiddi málið frá sér með álitsdrögunum. Tillagan var samþykkt með atkvæðum KLM, LRM, MSch, BVG og SkH.

4) Önnur mál. Kl. 10:30
Fleira var ekki rætt á fundi nefndarinnar.
SkH kom inn sem varamaður ÓÞ kl. 09:48 til 09:49 á meðan 318. mál var afgreitt.
ÓÞ var fjarverandi vegna veikinda.

Fundi slitið kl. 10:30