32. fundur
atvinnuveganefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 14. febrúar 2012 kl. 09:06


Mættir:

Kristján L. Möller (KLM) formaður, kl. 09:06
Björn Valur Gíslason (BVG), kl. 09:06
Einar K. Guðfinnsson (EKG), kl. 09:06
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:06
Sigurður Ingi Jóhannsson (SIJ), kl. 09:08

Nefndarritari: Benedikt Sveinbj. Benediktsson

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 08:10
Fyrir fundinn voru lögð drög af fundargerð 30. fundar nefndarinnar. Gerðardrögin voru samþykkt án athugasemda.

2) 385. mál - stefna um beina erlenda fjárfestingu Kl. 09:10
Á fund nefndarinnar komu Valgerður Rún Benediktsdóttir frá efnahags- og viðskiptaráðuneytinu og Ingvi Már Pálsson frá iðnaðarráðuneytinu. Gestirnir kynntu nefndinni þingmálið og svöruðu spurningum nefndarmanna að svo loknu.

3) 7. mál - efling græna hagkerfisins á Íslandi Kl. 09:50
Nefndin ræddi málið.

4) 30. mál - rannsóknir á umfangi og nýtingarmöguleikum sjávarorku á Íslandi Kl. 10:25
Lögð var fram tillaga um að málið yrði sent til umsagnar. Tillagan var samþykkt samhljóða.
Lögð var fram tillaga um að SIJ yrði framsögumaður málsins. Tillagan var samþykkt samhljóða.

5) 387. mál - matvæli Kl. 10:27
Lögð var fram tillaga um að málið yrði sent til umsagnar. Tillagan var samþykkt samhljóða.
Lögð var fram tillaga um að EKG yrði framsögumaður málsins. Tillagan var samþykkt samhljóða.

6) Önnur mál. Kl. 10:30
Nefndin ræddi mögulega dagskrá næsta fundar.
JónG og MSch voru fjarverandi.
ÓÞ var fjarverandi vegna skyldustarfa á Patreksfirði.
ÞSa var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.
Fleira var ekki rætt á fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 10:35