41. fundur
atvinnuveganefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 20. mars 2012 kl. 10:01


Mættir:

Björn Valur Gíslason (BVG), kl. 10:11
Einar K. Guðfinnsson (EKG), kl. 10:01
Jón Gunnarsson (JónG), kl. 10:04
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 10:01
Sigmundur Ernir Rúnarsson (SER), kl. 10:01
Sigurður Ingi Jóhannsson (SIJ), kl. 10:01
Þór Saari (ÞSa), kl. 10:01

Nefndarritari: Benedikt Sveinbj. Benediktsson

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 14:01
Fyrir fundinn voru lögð drög að fundargerð síðasta fundar nefndarinnar. Gerðardrögin voru samþykkt án athugasemda.

2) 508. mál - framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum og tollalög Kl. 14:02
Á fund nefndarinnar komu Lárus Ólafsson frá Samtökum verslunar og þjónustu, Almar Guðmundsson og Páll Rúnar Mikael Kristjánsson frá Félagi atvinnurekenda og Birgir Óli Einarsson og Steingrímur Ægisson frá Samkeppniseftirlitinu. Gestirnir kynntu nefndinni afstöðu sína til þingmálsins og svöruðu spurningum nefndarmanna að því loknu.

3) 138. mál - matvæli Kl. 11:24
Á fund nefndarinnar komu Sigurgeir Þorgeirsson og Baldur P. Erlingsson frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Gestirnir kynntu nefndinni hugmyndir um mögulegar breytingar á þingmálinu og svöruðu spurningum nefndarmanna að því loknu.

4) 61. mál - matvæli Kl. 11:24
Á fund nefndarinnar komu Sigurgeir Þorgeirsson og Baldur P. Erlingsson frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Gestirnir kynntu nefndinni hugmyndir um mögulegar breytingar á þingmálinu og svöruðu spurningum nefndarmanna að því loknu.

5) 230. mál - tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi Kl. 11:40
Lögð var fram tillaga um að málið yrði sent til umsagnar. TIllagan var samþykkt.

6) 491. mál - útgáfa virkjanaleyfa Kl. 11:40
Lögð var fram tillaga um að málið yrði sent til umsagnar. TIllagan var samþykkt.

7) Önnur mál. Kl. 11:44
409. mál var rætt stuttlega.
LRM stýrði fundi.
KLM var fjarverandi vegna jarðarfarar.
BVG yfirgaf fundinn kl. 11:40 vegna fundarhalda.
ÓÞ var fjarverandi.
Fleira var ekki rætt á fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 11:45