54. fundur
atvinnuveganefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 27. apríl 2012 kl. 08:34


Mættir:

Kristján L. Möller (KLM) formaður, kl. 08:34
Ásbjörn Óttarsson (ÁsbÓ) fyrir JónG, kl. 08:34
Einar K. Guðfinnsson (EKG), kl. 08:34
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:26
Ólína Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 08:43
Sigmundur Ernir Rúnarsson (SER), kl. 08:34
Sigurður Ingi Jóhannsson (SIJ), kl. 08:43
Þór Saari (ÞSa), kl. 08:34

Nefndarritari: Benedikt Sveinbj. Benediktsson

Bókað:

1) Fundargerð síðasta fundar. Kl. 08:34
Dagskrárliðurinn var ekki ræddur á fundi nefndarinnar.

2) 657. mál - stjórn fiskveiða Kl. 08:35
Á fund nefndarinnar komu Ragnar Halldór Hall frá Mörkinni lögmannsstofnu hf., Ásgerður Ragnarsdóttir og Hulda Árnadóttir frá LEX ehf. og Lúðvík Bergvinsson og Sigurvin Ólafsson frá Bonafide lögmönnum. Gestirnir kynntu nefndinni álitsgerðir sem þeir höfðu unnið fyrir Vinnslustöðina hf., Landssamband íslenskra útvegsmanna, Samtök atvinnulífsins og Samtök fiskvinnslustöðva og Tryggingamiðstöðina hf. Að því loknu svöruðu gestirnir spurningum nefndarmanna.

3) 658. mál - veiðigjöld Kl. 08:35
Á fund nefndarinnar komu Ragnar Halldór Hall frá Mörkinni lögmannsstofnu hf., Ásgerður Ragnarsdóttir og Hulda Árnadóttir frá LEX ehf. og Lúðvík Bergvinsson og Sigurvin Ólafsson frá Bonafide lögmönnum. Gestirnir kynntu nefndinni álitsgerðir sem þeir höfðu unnið fyrir Vinnslustöðina hf., Landssamband íslenskra útvegsmanna, Samtök atvinnulífsins og Samtök fiskvinnslustöðva og Tryggingamiðstöðina hf. Að því loknu svöruðu gestirnir spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál. Kl. 10:28
LRM kom seint vegna tímasetningar flugsamgangna frá Akureyri.
BVG var fjarverandi þar sem hann var staddur á Akureyri.

Fundi slitið kl. 10:28