65. fundur
atvinnuveganefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 15. maí 2012 kl. 09:05


Mættir:

Kristján L. Möller (KLM) formaður, kl. 09:05
Björn Valur Gíslason (BVG), kl. 09:05
Einar K. Guðfinnsson (EKG), kl. 09:05
Jón Gunnarsson (JónG), kl. 09:05
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:05
Ólína Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 09:05
Sigmundur Ernir Rúnarsson (SER), kl. 09:05
Sigurður Ingi Jóhannsson (SIJ), kl. 09:05
Þór Saari (ÞSa), kl. 09:05

Nefndarritari: Benedikt Sveinbj. Benediktsson

Bókað:

1) Fundargerð síðasta fundar. Kl. 09:06
Fyrir fundinn voru lögð drög að fundargerðum 63. og 64. funda nefndarinnar. Gerðardrögin voru samþykkt.

2) 657. mál - stjórn fiskveiða Kl. 09:07
Á fund nefndarinnar kom Indriði H. Þorláksson frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Indriði kynnti nefndinni afstöðu ráðuneytisins til nokkurra athugasemda umsagnaraðila og svaraði spurningum nefndarmanna að því loknu.

3) 658. mál - veiðigjöld Kl. 09:07
Á fund nefndarinnar kom Indriði H. Þorláksson frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Indriði kynnti nefndinni afstöðu ráðuneytisins til nokkurra athugasemda umsagnaraðila og svaraði spurningum nefndarmanna að því loknu.

4) 727. mál - áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða Kl. 10:33
Nefndin fundaði sameiginlega með umhverfis- og samgöngunefnd um málið og komu MÁ, RM, AtlG og ÞBach á fundinn.
Á fund nefndarinnar komu Hörður Arnarson, Ragna Árnadóttir og Óli Grétar Sveinsson frá Landsvirkjun. Gestirnir kynntu nefndinni afstöðu sína til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna að því loknu.

5) 5. mál - stöðugleiki í efnahagsmálum Kl. 12:01
Fleira var ekki rætt á fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 12:01