10. fundur
atvinnuveganefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 6. nóvember 2012 kl. 10:07


Mættir:

Einar K. Guðfinnsson (EKG), kl. 10:07
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 10:07
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 10:07
Sigurður Ingi Jóhannsson (SIJ), kl. 10:07
Þór Saari (ÞSa), kl. 10:07

Nefndarritari: Benedikt Sveinbj. Benediktsson

Bókað:

1) Fundargerð síðasta fundar. Kl. 10:07
Umfjöllun um dagskrárliðinn var frestað.

2) 272. mál - framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum og tollalög Kl. 10:07
Á fund nefndarinnar komu Ólafur Friðriksson og Ása Þórhildur Þórðardóttir frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Gestirnir kynntu nefndinni þingmálið og svöruðu spurningum nefndarmanna að því loknu.
Lögð var fram tillaga um að að EKG yrði framsögumaður málsins. Tillagan var samþykkt.

3) 282. mál - búfjárhald Kl. 11:44
Á fund nefndarinnar kom kristinn Hugason frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Gesturinn kynnti nefndinni þingmálið og svaraði spurningum nefndarmanna að því loknu.
Lögð var fram tillaga um að að SIJ yrði framsögumaður málsins. Tillagan var samþykkt.

4) 283. mál - velferð dýra Kl. 10:48
Á fund nefndarinnar kom kristinn Hugason frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Gesturinn kynnti nefndinni þingmálið og svaraði spurningum nefndarmanna að því loknu.
Lögð var fram tillaga um að að ÓÞ yrði framsögumaður málsins. Tillagan var samþykkt.

5) Önnur mál. Kl. 12:04
Fleira var ekki rætt á fundi nefndarinnar.
BVG og KLM boðuðu forföll.
JónG og BVG voru fjarverandi.



Fundi slitið kl. 12:04