22. fundur
atvinnuveganefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 29. nóvember 2012 kl. 09:14


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG), kl. 09:14
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:14
Ólína Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 09:14
Sigurður Ingi Jóhannsson (SIJ), kl. 09:14
Þór Saari (ÞSa), kl. 09:14

KLM og JRG boðuðu forföll.
BVG og EKG voru fjarverandi.

Nefndarritari: Benedikt Sveinbj. Benediktsson

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 10:20
Fyrir fundinn voru lögð drög að fundargerð síðasta fundar nefndarinnar. Gerðardrögin voru samþykkt.

2) 283. mál - velferð dýra Kl. 09:15
Á fund nefndarinnar komu Hörður Harðarson og Geir G. Geirsson frá Svínaræktarfélagi Íslands, Ólafur H. Dýrmundsson, Elías Blöndal Guðjónsson og Karvel L. Karvelsson frá Bændasamtökum Íslands. Gestirnir kynntu nefndinni afstöðu Svínaræktarfélagsins og Bændasamtakanna til þingmálsins og svöruðu spurningum nefndarmanna að því loknu.

3) Önnur mál. Kl. 10:22
Fleira var ekki rætt á fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 10:23