25. fundur
atvinnuveganefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 7. desember 2012 kl. 14:11


Mættir:

Kristján L. Möller (KLM) formaður, kl. 14:11
Einar K. Guðfinnsson (EKG), kl. 14:11
Jón Gunnarsson (JónG), kl. 14:11
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 14:37
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 14:11
Ólína Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 14:11
Sigurður Ingi Jóhannsson (SIJ), kl. 14:11
Þór Saari (ÞSa), kl. 14:11

BVG var fjarverandi.
ÞSa og ÓÞ véku af fundi kl. 17:20.

Nefndarritari: Benedikt Sveinbj. Benediktsson

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 14:12
Fyrir fundinn voru lögð drög að fundargerð síðasta fundar. Gerðardrögin voru samþykkt.

2) 415. mál - stjórnarskipunarlög Kl. 14:12
Á fund nefndarinnar komu Arnór Snæbjörnsson, Friðrik Már Baldursson, Hafsteinn S. Hafsteinsson, Sigurður Líndal, Sigurður Tómas Magnússon og Björg Thorarensen. Gestirnir kynntu nefndinni afstöðu sína til þingmálsins og svöruðu spurningum nefndarmanna að því loknu.

3) Byggingarreglugerð, ákvæði til bráðabirgða. Kl. 17:25
Á fund nefndarinnar kom Björn Karlsson frá Mannvirkjastofnun. Björn kynnti nefndinni mat á kostnaðaráhrifum nýrrar byggingarreglugerðar og fyrirhugaðar breytingar á henni. Að því loknu svaraði Björn spurningum nefndarmanna.
Á fundinum var lagt fram skjal með heitinu "Kostnaðaráhrif nýrrar byggingareglugerðar".

4) 283. mál - velferð dýra Kl. 18:02
Á fund nefndarinnar kom Björn Halldórsson frá Félagi loðdýrabænda. Björn kynnti nefndinni afstöðu sína til málsins og svaraði spurningum nefndarmanna að því loknu.
Á fundinum var lagt fram erindi með fyrirsögninni "Varðar frumvarp til laga um dýravelferð".

5) Önnur mál. Kl. 18:11
Fleira var ekki rætt á fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 18:11