26. fundur
atvinnuveganefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 10. desember 2012 kl. 15:24


Mættir:

Kristján L. Möller (KLM) formaður, kl. 15:39
Einar K. Guðfinnsson (EKG), kl. 15:24
Jón Gunnarsson (JónG), kl. 16:39
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 15:24
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 15:24
Sigurður Ingi Jóhannsson (SIJ), kl. 15:24
Þór Saari (ÞSa), kl. 15:24

BVG og ÓÞ voru fjarverandi.

Nefndarritari: Benedikt Sveinbj. Benediktsson

Bókað:

1) Fundargerðir. Kl. 17:17
Fyrir fundinn voru lögð drög að fundargerð síðasta fundar nefndarinnar. Gerðardrögin voru samþykkt.

2) 415. mál - stjórnarskipunarlög Kl. 15:24
Á fund nefndarinnar kom Magnús Thoroddsen. Gesturinn kynnti nefndinni afstöðu sína til tiltekinna þátta málsins og svaraði spurningum nefndarmanna að því loknu.

3) Byggingarreglugerð, ákvæði til bráðabirgða. Kl. 16:08
Á fund nefndarinnar komu Svandís Svavarsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra, Hafsteinn Pálsson og Andrés Ingi Jónsson frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og Ingibjörg Halldórsdóttir frá Mannvirkjastofnun. Gestirnir kynntu nefndinni stöðu vinnu við byggingarreglugerð og svöruðu spurningum nefndarmanna að því loknu.

4) 448. mál - búnaðarlög og framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum Kl. 17:08
Lögð var fram tillaga um að málið yrði sent til umsagnar með umsagnarfresti 14. desember nk. Tillagan var samþykkt.
Lögð var fram tillaga um að KLM yrði framsögumaður málsins. Tillagan var samþykkt.

5) Önnur mál. Kl. 17:18
Fleira var ekki rætt á fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 17:18