36. fundur
atvinnuveganefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 22. janúar 2013 kl. 09:05


Mættir:

Einar K. Guðfinnsson (EKG), kl. 09:05
Jón Gunnarsson (JónG), kl. 09:05
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 09:10
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:05
Logi Már Einarsson (LME), kl. 09:05
Ólína Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 09:13
Sigurður Ingi Jóhannsson (SIJ), kl. 09:05
Þór Saari (ÞSa), kl. 09:05

BVG boðaði forföll.

Nefndarritari: Benedikt Sveinbj. Benediktsson

Bókað:

1) Fundargerð síðasta fundar. Kl. 09:06
Fyrir fundinn voru lögð drög að fundargerð síðasta fundar. Gerðardrögin voru samþykkt.

2) Tillaga um að hafa 4. dagskrárlið opinn fyrir fréttamenn. Kl. 09:07
Lögð var fram tillaga um að 4. dagskrárliður yrði opinn fjölmiðlum eftir kl. 11:15. Tillagan var samþykkt.

3) 502. mál - ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi Kl. 09:10
Á fund nefndarinnar kom Þórður Reynisson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Þórður kynnti nefndinni þingmálið og svaraði spurningum nefndarmanna að því loknu. Þá komu Þórður Hilmarsson frá Íslandsstofu og Halldór Árnason frá Samtökum atvinnulífsins á fund nefndarinnar. Þeir kynntu afstöðu til þingmálsins og svöruðu spurningum nefndarmanna að því loknu.

4) Rannsóknir vegna olíuleitar á Drekasvæðinu. Kl. 10:41 - Opið fréttamönnum
Á fund nefndarinnar komu Ingvi Már Pálsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, Sesselja Sigurðardóttir, Jörundur Valtýsson og Benedikt Höskuldsson frá utanríkisráðuneytinu, Guðni A. Jóhannesson og Þórarinn Sveinn Arnarson frá Orkustofnun, Gunnlaugur Jónsson og Haukur Óskarsson frá Kolvetni ehf. og Þorkell Erlingsson og Kristján Jóhannsson frá Íslensku kolvetni ehf. Gestirnir kynntu nefndinni undirbúning og stöðu olíuleitar á Drekasvæðinu og svöruðu spurningum nefndarinnar að því loknu.
Á fundinum afhenti Orkustofnun skýringarblað, "Tímalína rannsókna".

5) Önnur mál. Kl. 12:03
Fleira var ekki rætt á fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 12:03